About Intellectual Property IP Training Respect for IP IP Outreach IP for… IP and... IP in... Patent & Technology Information Trademark Information Industrial Design Information Geographical Indication Information Plant Variety Information (UPOV) IP Laws, Treaties & Judgments IP Resources IP Reports Patent Protection Trademark Protection Industrial Design Protection Geographical Indication Protection Plant Variety Protection (UPOV) IP Dispute Resolution IP Office Business Solutions Paying for IP Services Negotiation & Decision-Making Development Cooperation Innovation Support Public-Private Partnerships AI Tools & Services The Organization Working with WIPO Accountability Patents Trademarks Industrial Designs Geographical Indications Copyright Trade Secrets WIPO Academy Workshops & Seminars IP Enforcement WIPO ALERT Raising Awareness World IP Day WIPO Magazine Case Studies & Success Stories IP News WIPO Awards Business Universities Indigenous Peoples Judiciaries Genetic Resources, Traditional Knowledge and Traditional Cultural Expressions Economics Finance Intangible Assets Gender Equality Global Health Climate Change Competition Policy Sustainable Development Goals Frontier Technologies Mobile Applications Sports Tourism PATENTSCOPE Patent Analytics International Patent Classification ARDI – Research for Innovation ASPI – Specialized Patent Information Global Brand Database Madrid Monitor Article 6ter Express Database Nice Classification Vienna Classification Global Design Database International Designs Bulletin Hague Express Database Locarno Classification Lisbon Express Database Global Brand Database for GIs PLUTO Plant Variety Database GENIE Database WIPO-Administered Treaties WIPO Lex - IP Laws, Treaties & Judgments WIPO Standards IP Statistics WIPO Pearl (Terminology) WIPO Publications Country IP Profiles WIPO Knowledge Center WIPO Technology Trends Global Innovation Index World Intellectual Property Report PCT – The International Patent System ePCT Budapest – The International Microorganism Deposit System Madrid – The International Trademark System eMadrid Article 6ter (armorial bearings, flags, state emblems) Hague – The International Design System eHague Lisbon – The International System of Appellations of Origin and Geographical Indications eLisbon UPOV PRISMA UPOV e-PVP Administration UPOV e-PVP DUS Exchange Mediation Arbitration Expert Determination Domain Name Disputes Centralized Access to Search and Examination (CASE) Digital Access Service (DAS) WIPO Pay Current Account at WIPO WIPO Assemblies Standing Committees Calendar of Meetings WIPO Webcast WIPO Official Documents Development Agenda Technical Assistance IP Training Institutions COVID-19 Support National IP Strategies Policy & Legislative Advice Cooperation Hub Technology and Innovation Support Centers (TISC) Technology Transfer Inventor Assistance Program WIPO GREEN WIPO's Pat-INFORMED Accessible Books Consortium WIPO for Creators WIPO Translate Speech-to-Text Classification Assistant Member States Observers Director General Activities by Unit External Offices Job Vacancies Procurement Results & Budget Financial Reporting Oversight
Arabic English Spanish French Russian Chinese
Laws Treaties Judgments Browse By Jurisdiction

Act No. 88/1989 on the Preservation of National Remnants, Iceland

Back
Latest Version in WIPO Lex
Details Details Year of Version 1989 Dates Entry into force: January 1, 1990 Adopted: May 16, 1989 Type of Text Other Texts Subject Matter Other Notes Article 11 of the Act prohibits the use of images of history museums either as a brand or for advertising purposes, or the reproduction of such images without permission of the Director of the Museum.

Available Materials

Main Text(s) Related Text(s)
Main text(s) Main text(s) Icelandic Lög nr. 88/1989 þjóðminjalög        
 
Download PDF open_in_new
 Lög nr. 88 frá 29. maí 1989, þjóðminjalög

Þjóðminjalög. I. KAFLI

Stjórn og skipulag þjóðminjavörslu. 1. gr.

Tilgangur þessara laga er að tryggja sem best varðveislu menningarsögulegra minja þjóðarinnar. Lögin kveða á um skipulag og starfsemi Þjóðminjasafns Íslands og byggðasafna, fjalla um fornminjar, kirkjugripi og minningarmörk, auk friðunar húsa og annarra mannvirkja.

2. gr. Fimm manna þjóðminjaráð fer með yfirstjórn þjóðminjavörslu í landinu í umboði

menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðherra skipar þjóðminjaráð til fimm ára í senn. Deildarstjórar Þjóðminjasafns

Íslands og minjaverðir tilnefna einn fulltrúa úr sínum röðum til setu í ráðinu, Félag íslenskra safnmanna tilnefnir einn, Háskóli Íslands einn, Bandalag kennarafélaga einn og einn fulltrúi er skipaður án tilnefningar og skal hann vera fornleifafræðingur. Ráðherra skipar formann úr hópi ráðsmanna.

Hlutverk ráðsins er að marka stefnu og gera langtímaáætlanir um þjóðminjavörsluna fyrir landið í heild og hafa yfirumsjón með gerð árlegrar fjárhagsáætlunar og framkvæmd hennar. Ráðið er jafnframt stjórnarnefnd Þjóðminjasafns Íslands.

Þjóðminjavörður hefur umsjón með þjóðminjavörslu í landinu öllu í umboði þjóðminjaráðs. Hann er framkvæmdastjóri þjóðminjaráðs og situr fundi þess ásamt safnstjóra Þjóðminjasafns Íslands. Safnstjóri Þjóðminjasafns Íslands er staðgengill þjóðminjavarðar. Forseti Íslands skipar þjóðminjavörð til fimm ára í senn að tillögu menntamálaráðherra. Að öðru jöfnu skal ráðinn maður með sérfræðilega menntun í menningarsögu. Ársskýrslu þjóðminjaráðs skal birta með starfsskýrslu Þjóðminjasafns Íslands.

3. gr. Fimm manna fornleifanefnd fer með yfirstjórn fornleifavörslu og fornleifarannsókna í landinu

í umboði þjóðminjaráðs, sbr. 22. gr. Menntamálaráðherra skipar fornleifanefnd til fimm ára í senn. Háskóli Íslands tilnefnir einn

mann og skal hann hafa menntun í fornleifafræði. Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir einn mann. Sá fulltrúi, sem ráðherra skipar í þjóðminjaráð skv. 2. gr., skal sitja í fornleifanefnd og vera formaður hennar. Auk þess skulu sitja í nefndinni þjóðminjavörður og deildarstjóri fornleifadeildar.

Hlutverk nefndarinnar er að móta stefnu og gera áætlanir um fornleifavörslu og fornleifarannsóknir fyrir landið í heild.

Nefndin fjallar um og veitir leyfi til staðbundinna og tímabundinna fornleifarannsókna og gefur út fornleifaskrá.

Nefndin hefur yfirumsjón með gerð og framkvæmd árlegrar fjárhagsáætlunar um fornleifavörslu og fornleifarannsóknir. Fjárveitingar samkvæmt henni skulu sérgreindar í fjárlögum. Nefndin gerir tillögur til ráðherra um ráðningu fornleifavarða og deildarstjóra fornleifadeildar til fimm ára í senn.

Nefndin er jafnframt stjórnarnefnd fornleifadeildar Þjóðminjasafns Íslands.

4. gr.

Landinu skal skipt í minjasvæði eftir nánari reglum sem ráðherra setur í reglugerð. Á hverju minjasvæði skulu starfa einn minjavörður og einn fornleifavörður. Minjaverðir skulu

að öðru jöfnu hafa sérfræðilega menntun á sviði menningarsögu, en fornleifaverðir á sviði fornleifafræði. Minjaverðir heyra undir þjóðminjaráð en fornleifaverðir undir fornleifanefnd.

Í Reykjavík fer borgarminjavörður með minjavörslu. Minjaverðir skulu hafa umsjón með menningarminjum, skráningu og eftirliti forngripa og

gamalla bygginga og vera byggðasöfnum til ráðuneytis og aðstoðar. Fornleifaverðir hafa umsjón með fornleifarannsóknum og fornleifavörslu á svæðinu, sbr. 16.

gr. Minjaverðir og fornleifaverðir eru starfsmenn Þjóðminjasafns. Nánari verkaskipting milli

minjavarða og fornleifavarða skal að öðru leyti ákveðin í reglugerð.

II. KAFLI Þjóðminjasafn Íslands og byggðasöfn.

5. gr. Þjóðminjasafn Íslands er eign íslenska ríkisins. Það er miðstöð þjóðminjavörslu í landinu.

Þjóðminjaráð er stjórnarnefnd Þjóðminjasafns Íslands, sbr. 2. gr. Það markar safninu stefnu og hefur yfirumsjón með gerð fjárhagsáætlana og framkvæmd þeirra.

Við Þjóðminjasafn Íslands skal starfa safnstjóri sem annast stjórn safnsins í umboði þjóðminjavarðar. Menntamálaráðherra skipar safnstjóra Þjóðminjasafns til fimm ára í senn samkvæmt tillögu þjóðminjaráðs. Að öðru jöfnu skal ráðinn maður með sérfræðilega menntun í menningarsögu og góða þekkingu á rekstri safna.

Safninu skal skipt í deildir. Menntamálaráðherra skipar deildarstjóra og sérfræðinga að fengnum tillögum þjóðminjaráðs, sbr. þó 5. mgr. 3. gr., og skulu þeir að öðru jöfnu hafa sérfræðimenntun á sviði þeirrar deildar sem þeir starfa við. Deildir safnsins eru: forvörsludeild, húsverndardeild, myndadeild, sjóminjadeild, sýninga- og fræðsludeild, textíl- og búningadeild, tækniminjadeild og þjóðháttadeild. Auk þess fornleifadeild, er lýtur stjórn fornleifanefndar, sbr. 3. gr. Deildarstjóri fornleifadeildar og fornleifaverðir skulu vera fornleifafræðingar að mennt, en um menntun þeirra skal nánar tilgreina í reglugerð. Frekari deildaskipting safnsins fer eftir ákvörðun þjóðminjaráðs hverju sinni.

Deildir safnsins geta haft stöðu sérstakra safna svo sem Sjóminjasafn Íslands og Tækniminjasafn Íslands. Skulu þau þá lúta ákvæðum þessara laga um byggðasöfn.

6. gr. Til byggðasafna teljast samkvæmt lögum þessum önnur söfn sem sett hafa verið á stofn í

þeim tilgangi sem segir í 7. gr. og hlotið hafa viðurkenningu þjóðminjaráðs. Þau söfn, sem uppfylla skilyrði þjóðminjaráðs, geta sótt um styrk úr ríkissjóði til starfsemi

sinnar. Byggðasöfn geta verið sjálfseignarstofnanir eða í eigu sveitarfélaga, stofnana eða

félagasamtaka. Setja skal hverju byggðasafni stofnskrá og starfsreglur þar sem m.a. skal kveðið á um stjórn safnsins, eignaraðild að því, þátttöku ríkisins í kostnaði við það og ráðningu forstöðumanns. Reglugerð um byggðasafn skal staðfest af menntamálaráðherra að tillögu þjóðminjaráðs.

7. gr. Hlutverk Þjóðminjasafns Íslands og byggðasafna er að safna, skrásetja, varðveita, forverja og

rannsaka minjar um menningarsögu þjóðarinnar og kynna þær almenningi.

Til menningarsögulegra minja teljast ummerki um sögu þjóðarinnar, svo sem fornleifar og gömul mannvirki, kirkjugripir og minningarmörk, forngripir, listmunir og nytjahlutir, svo og myndir, kvikmyndir, hljóðritanir og skráðar heimildir um þjóðhætti. Til slíkra minja geta einnig talist staðir sem tengjast menningarsögu.

Þjóðminjar teljast þær minjar um menningarsögu Íslendinga sem ákveðið hefur verið að varðveita í Þjóðminjasafni Íslands, í byggðasöfnum eða með friðun, sbr. 17., 29. og 34. gr.

Hverju byggðasafni ber að leggja áherslu á söfnun og sýningu muna sem telja má einkennandi eða hafa sögulegt gildi fyrir hlutaðeigandi byggðarlög eða landsfjórðung.

Þjóðminjasafn Íslands skal stuðla að rannsóknum á minjum um menningarsögu Íslendinga og útgáfu fræðilegra rita um þær. Birta skal árlega starfsskýrslu Þjóðminjasafns Íslands.

8. gr. Þjóðminjasafn Íslands og byggðasöfnin skulu vera til sýnis almenningi á tilteknum tímum.

Friðaðar fornminjar og mannvirki skulu og vera til sýnis þegar þau hafa verið gerð sýningarhæf og aðrar aðstæður leyfa.

Söfnin og starfsemi þeirra skulu kynnt nemendum í samráði við skóla og fræðsluyfirvöld, ýmist í söfnunum eða skólum. Einnig skal efnt til slíkrar fræðslu fyrir almenning í söfnum og ríkisfjölmiðlum.

9. gr. Söfnin mega eigi taka við gjöfum sem kvaðir fylgja, en þó getur menntamálaráðherra veitt

undanþágu frá þessu ákvæði ef sérstaklega stendur á. Gjafir og fjárframlög til Þjóðminjasafns Íslands og byggðasafna eru frádráttarbær til skatts,

sbr. ákvæði laga um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75/1981, með áorðnum breytingum.

10. gr. Heimilt er að lána gripi úr söfnunum til sýningar, en þó eigi til útlanda nema með samþykki

menntamálaráðherra. Jafnframt er heimilt að lána um lengri eða skemmri tíma einstaka gripi til annarra safna eða kirkna, en tryggilega skal gengið frá varðveislu þeirra og þeir tryggðir eftir því sem safnstjórn ákveður.

11. gr. Ekki má nota myndir af gripum safnanna sem vörumerki eða í auglýsingarskyni og ekki

heldur gera af þeim myndir eða eftirlíkingar nema með leyfi þjóðminjavarðar, safnstjóra eða viðkomandi minjavarðar.

12. gr. Á hverju minjasvæði, sbr. 4. gr., skal starfa minjaráð sem skipað er fulltrúum úr stjórnum

allra viðurkenndra byggðasafna á svæðinu ásamt minjaverði. Hlutverk þess er að fjalla um og samhæfa starfsemi safnanna. Forstöðumenn byggðasafnanna eiga rétt til setu á fundum minjaráðs.

13. gr. Nú vill stjórn byggðasafns afla sér húsnæðis fyrir safnið, hvort heldur með kaupum eða

nýsmíði, og á hún þá kost á að fá styrk til þess úr ríkissjóði, allt að einum þriðja hluta kostnaðar, eftir því sem fé kann að vera veitt til þess á fjárlögum, enda samþykki þjóðminjaráð húsnæðið og stofnkostnað.

Framlag ríkissjóðs skal bundið vísitölu byggingarkostnaðar og innt af hendi samkvæmt sérstökum samningi og greiðsluáætlun sem safnstjórn gerir við menntamálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti áður en framkvæmdir hefjast.

Laun forstöðumanns byggðasafns, miðuð við starfsskyldu hans og starfstíma og samþykkt af þjóðminjaráði, skulu greidd að hálfu úr ríkissjóði.

14. gr. Byggðasöfn senda minjaverði viðkomandi svæðis árlega starfsskýrslu sína ásamt ársreikningi

og fjárhags- og framkvæmdaáætlun næsta árs. Minjavörður leggur gögn þessi fyrir þjóðminjaráð ásamt umsögn sinni. Útdrátt úr ársskýrslum byggðasafna skal birta í ársskýrslu þjóðminjaráðs.

15. gr. Nú telur þjóðminjavörður að byggðasafni, sem hlýtur ríkisstyrk, sé hætta búin sökum

vanhirðu eða af öðrum orsökum og ekki hefur fengist úr bætt þrátt fyrir endurteknar áskoranir og getur þá menntamálaráðherra svipt safnið ríkisstyrk. Lendi safnið í óhirðu getur þjóðminjavörður að fengnu samþykki menntamálaráðherra ráðstafað gripum safnsins til varðveislu í Þjóðminjasafni Íslands eða öðru byggðasafni.

III. KAFLI Fornminjar. A. Fornleifar.

16. gr. Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem

menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem: a.

byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi mannvirkjum, húsaleifar hvers kyns, svo sem kirkna, bænahúsa, klaustra og búða, leifar af verbúðum, naustum, verslunarstöðum og byggðaleifar í hellum og skútum;

b. vinnustaðir þar sem aflað var fanga, svo sem leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, kolagröfum og rauðablæstri;

c. gömul tún- og akurgerði, áveitumannvirki og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita;

d. gamlir vegir, stíflur, brýr, vatnsvöð, varir, hafnir og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og vitar og önnur vega- og siglingamerki ásamt kennileitum þeirra;

e. virki og skansar og önnur varnarmannvirki.

f. gamlir þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð;

g. áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum, á klettum, klöppum eða jarðföstum steinum;

h. haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum sið;

i.

skipsflök eða hlutar úr þeim. Að jafnaði skal telja minjar 100 ára og eldri til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri

minjar, sbr. 17. gr.

17. gr. Fornleifadeild lætur, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar og gefur út skrá um friðlýstar

fornleifar og skal hún endurskoðuð á þriggja ára fresti. Skylt er að fornleifaskráning fari fram á skipulagsskyldum svæðum áður en gengið er frá skipulagi eða endurskoðun þess. Fornleifadeild ákveður í samráði við fornleifanefnd hvaða fornleifar skulu friðaðar. Friðlýsingu fornleifa skal birta í Stjórnartíðindum og staðurinn tilgreindur svo nákvæmlega sem unnt er á korti eða á annan hátt. Auðkenna skal friðlýstar minjar eða minjasvæði með sérstökum merkjum. Friðaðar fornleifar teljast þjóðminjar, sbr. 7. gr. Tilkynna skal landeigenda og ábúanda með sannanlegum hætti um friðunina.

Friðun fornleifa skal þinglýsa sem kvöð á landareign þá sem í hlut á. Þeim minjum sem friðlýstar eru skal fylgja 20 m friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegum mörkum fornleifa og umhverfis nema kveðið sé á um annað. Um stærra svæði skal leita samþykkis landeiganda. Friðlýstar fornleifar skulu færðar á skipulagskort.

Fornleifar, sem friðlýstar hafa verið samkvæmt eldri lögum, skulu njóta friðunar áfram.

18. gr. Fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta,

ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema leyfi fornleifanefndar komi til. Við allar meiri háttar framkvæmdir, sem hætt er við að spilli fornleifum, skal sá, sem fyrir

þeim stendur, bera kostnað af nauðsynlegum fornleifarannsóknum sem framkvæma þarf áður en framkvæmdir hefjast. Setja skal nánari ákvæði í reglugerð.

19. gr. Skylt er landeiganda og ábúanda að gera fornleifadeild eða fornleifaverði viðvart ef fornleifar

liggja undir spjöllum af völdum náttúrunnar eða þeim er spillt af manna völdum. Fornleifadeild, eða fornleifavörður í samráði við hana, ákveður þá hvaða ráðstafanir skuli gera til verndar fornleifunum.

20. gr. Nú finnast fornleifar sem áður voru ókunnar og skal finnandi þá skýra fornleifadeild eða

fornleifaverði frá fundinum svo fljótt sem unnt er. Sama skylda hvílir á landeiganda og ábúanda er þeir fá vitneskju um fundinn. Ef fornleifar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd uns fenginn er úrskurður fornleifanefndar um hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum.

21. gr. Nú telur landeigandi, ábúandi eða einhver annar, þar á meðal sá sem stjórnar opinberum

framkvæmdum, svo sem vegagerð, að hann þurfi að gera jarðrask er haggar við fornleifum og skal hann þá skýra þjóðminjaverði eða fornleifaverði frá því áður en hafist er handa um verkið. Lýst skal nákvæmlega breytingum þeim er af framkvæmd mundi leiða. Fornleifavörður í samráði við fornleifadeild ákveður hvort eða hvenær framkvæmd megi hefja og með hvaða skilmálum.

Við allar meiri háttar framkvæmdir, svo sem vegagerð, virkjanaframkvæmdir, flugvallargerð

og veitulagnir, skal sá sem fyrir þeim stendur bera kostnað af nauðsynlegum rannsóknum. Setja skal í reglugerð nánari ákvæði um efni þessarar greinar.

22. gr. Fornleifanefnd fer með yfirstjórn rannsókna á fornleifum í landinu. Þegar nefndin veitir leyfi

til stað- og tímabundinna rannsókna skal þess gætt að stjórnandi þeirra hafi tilskilda menntun í fornleifafræði. Skal leyfi vera skriflegt hverju sinni og sá, sem slíkt leyfi fær, hlíta þeim reglum sem fornleifanefnd og fornleifavörður svæðisins setja þar að lútandi, svo sem um skil á rannsóknarskýrslum og birtingu þeirra, og um skil á gripum sem finnast við rannsóknina. Rannsóknir útlendinga skulu vera undir yfirumsjón fornleifadeildar Þjóðminjasafns og fornleifavarðar viðkomandi svæðis. Beina skal til fornleifanefndar öllum rannsóknarbeiðnum útlendinga er varða fornleifar á einhvern hátt, þar á meðal þeim sem einnig er skylt að beina til vísindaráðs samkvæmt lögum nr. 48/1987.

23. gr. Fornleifadeild eða fornleifaverðir hafa rétt til að rannsaka fornleifar með greftri eða á annan

hátt og gera það sem þarf til verndar fornleifum, viðhalds eða endurbóta, en gera skal landeiganda eða ábúanda viðvart um það áður.

24. gr. Óheimil er öðrum en starfsmönnum þjóðminjavörslunnar notkun málmleitartækja eða annars

tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar.

25. gr. Skylt er að viðhalda á kostnað ríkissjóðs friðuðum fornleifum.

B. Forngripir. 26. gr.

Forngripir eru lausar fornminjar, einstakir hlutir, 100 ára og eldri. Þegar forngripir finnast sem liggja eða legið hafa í jörðu skal finnandi tilkynna þjóðminjaverði eða fornleifaverði hvers svæðis fundinn svo fljótt sem við verður komið. Finnandi skal ekki hagga við fundinum nema nauðsynlegt sé að taka hann eða hluta hans þegar til umhirðu með því að ella væri hætta á að munir spilltust eða færu forgörðum.

Ákvæði 1. mgr. taka til allra muna sem menn hafa notað eða mannaverk eru á og einnig til leifa af líkömum manna og dýra sem finnast í fornum haugum, dysjum eða leiðum.

Allir munir, sem grein þessi fjallar um, eru eign ríkisins. Skulu þeir varðveittir í Þjóðminjasafni eða í hlutaðeigandi byggða- eða minjasafni. Ef upp kemur ágreiningur um hvar varðveita skuli forngripi sker fornleifanefnd úr.

27. gr. Greiða skal finnanda útgjöld, sem hann hefur haft, vegna fundar forngrips. Nú finnst forngripur úr gulli eða silfri, þar á meðal gullpeningar eða silfurpeningar, og skal þá

meta málmverð hlutarins og leggja ofan á tíu af hundraði. Skal annar helmingur fjárhæðarinnar greiddur finnanda en hinn landeiganda.

Útgjöld samkvæmt grein þessari skulu greidd úr ríkissjóði.

28. gr.

Eigi má flytja úr landi neina muni eða gripi sem eru eldri en 100 ára nema þjóðminjaráð leyfi. Gildir þá einu hvort gripur er í einkaeign eða opinberri eign. Leiki vafi á um aldur hlutar úrskurðar þjóðminjaráð. Þá getur þjóðminjaráð með samþykki menntamálaráðuneytisins hindrað útflutning yngri gripa en hér er kveðið á um.

IV. KAFLI Kirkjugripir og minningarmörk.

29. gr. Þjóðminjavörður ákveður í samráði við þjóðminjaráð friðun og forvörslu kirkjugripa sem

varðveittir eru í kirkjum landsins og hann telur friðunarverða vegna sögulegs eða listræns gildis þeirra.

Þjóðminjavörður friðar einnig þá legsteina eða önnur minningarmörk í kirkjugörðum sem hann telur rétt að vernda af framangreindum ástæðum.

Halda skal nákvæma skrá yfir friðaða kirkjugripi og minningarmörk.

30. gr. Munir, sem á friðunarskrá eru teknir skv. 29. gr., eru friðhelgir. Óheimilt er að raska þeim eða

spilla. Ekki má heldur farga þeim né flytja þá burtu nema leyfi þjóðminjavarðar komi til. Forráðamönnum kirkna ber að vernda skráða kirkjugripi. Kirkjugarðsstjórnir annast vernd skráðra minningarmarka svo sem segir í 17. gr. laga um

kirkjugarða, nr. 21 23. apríl 1963.

31. gr. Gera skal sérstaka skrá um friðlýsta gripi hverrar kirkju og sama gildir um friðlýst

minningarmörk í kirkjugörðum. Þjóðminjavörður lætur skrár þessar í té sóknarprestum, próföstum og sóknarnefndum sem hlut eiga að máli.

32. gr. Þjóðminjasafnið skal varðveita aflagða kirkjugripi og þá gripi sem þjóðminjaverði og

forráðamönnum kirkna kemur saman um að eigi sé ástæða til að hafa í kirkju lengur. Þó getur þjóðminjavörður falið viðkomandi byggðasafni varðveislu gripanna.

33. gr. Sé kirkja lögð niður skulu gripir hennar renna til safns skv. 32. gr. eða til annarra kirkna og sé

það ákveðið með samráði þjóðminjavarðar og biskups eða prófasts. Gildir þetta jafnt um bændakirkjur og safnaðarkirkjur.

Þjóðminjasafnið skal eiga forkaupsrétt að kirkjugripum í einkaeign ef seldir verða.

V. KAFLI Friðun húsa og annarra mannvirkja.

34. gr. Friða má mannvirki, hús eða húshluta sem hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Friðun

getur náð til nánasta umhverfis hins friðaða mannvirkis. Friða má samstæður húsa sem hafa slíkt gildi sem að framan greinir og gilda þá reglur friðunar um hvert einstakt þeirra. Tilgangur friðunarinnar er að tryggja sem best varðveislu þess mannvirkis sem um ræðir.

35. gr.

Menntamálaráðherra ákveður friðun eða brottfall friðunar að fengnum tillögum húsafriðunarnefndar ríkisins.

Í húsafriðunarnefnd eiga sæti fimm menn. Menntamálaráðherra skipar fjóra menn til fimm ára í senn, tvo samkvæmt tilnefningu þjóðminjaráðs, einn samkvæmt tilnefningu Arkitektafélags Íslands og einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, en auk þeirra á þjóðminjavörður sæti í nefndinni. Menntamálaráðherra skipar formann úr hópi nefndarmanna.

Hlutverk húsafriðunarnefndar ríkisins er að stuðla að varðveislu byggingararfs þjóðarinnar í umboði þjóðminjaráðs, að meta hvaða hús sé ráðlegt að friða hverju sinni og gera um það tillögur til ráðherra. Nefndin skal hafa samráð við minjavörð þegar fjallað er um hús eða mannvirki á því svæði sem hann hefur umsjón með. Einnig úthlutar húsafriðunarnefnd ríkisins styrkjum úr húsafriðunarsjóði.

36. gr. Öll hús, sem reist eru fyrir 1850, skulu vera friðuð, svo og allar kirkjur reistar fyrir 1918. Skylt er eigendum húsa, sem sem reist eru fyrir árið 1900, að tilkynna minjavörðum og

húsafriðunarnefnd ríkisins með góðum fyrirvara ef þeir hyggjast breyta húsi sínu, flytja það eða rífa.

Húsafriðunarnefnd skal innan þriggja vikna tilkynna viðkomandi aðilum hvort hún telur ástæðu til friðunar.

Byggingarfulltrúum ber að fylgjast með því að eigendur húsa, sem fjallað er um í þessari grein, sinni tilkynningarskyldu sinni.

37. gr. Ákvörðun um friðlýsingu skal tilkynna húseiganda, öðrum þeim sem eiga þinglesin réttindi

yfir eigninni, svo og hlutaðeigandi lögreglustjóra, bæjar- eða sveitarstjórn og byggingarnefnd. Greina skal í tilkynningu um það til hvers friðunin nær.

Þinglýsa skal friðun sem kvöð á fasteign sem í hlut á og skal auglýst í Stjórnartíðindum um hverja friðlýsingu. Þinglýsingardómari skal tilkynna húsafriðunarnefnd ef þinglesin eru eigendaskipti að friðaðri húseign.

Heimilt er að fella niður fasteignagjöld af friðuðum húsum.

38. gr. Telji húsafriðunarnefnd ríkisins hættu á að hús, sem hefur menningarsögulegt eða listrænt

gildi en hefur þó ekki verið friðað, verði rifið eða gildi þess rýrt á nokkurn hátt getur hún ákveðið skyndifriðun viðkomandi húss.

Skyndifriðun tekur gildi þegar húsafriðunarnefnd ríkisins hefur tilkynnt með tryggilegum hætti öllum hlutaðeigandi aðilum, sbr. 37. gr., um ákvörðun sína og gildir hún í tvær vikur. Skyndifriðun þarf ekki að þinglýsa.

Á meðan skyndifriðun stendur yfir gilda að öðru leyti allar reglur venjulegrar friðunar. Menntamálaráðherra ákveður að fengnum tillögum húsafriðunarnefndar ríkisins hvort friða

skuli viðkomandi hús áður en skyndifriðun lýkur.

39. gr. Óheimilt er að gera nokkrar breytingar á friðaðri húseign án leyfis húsafriðunarnefndar

ríkisins. Við endurbætur og viðhald friðaðra fasteigna skal leitað álits og samþykkis

húsafriðunarnefndar ríkisins. Leyfi nefndarinnar þarf til að setja skilti eða aðrar áletranir á friðuð

hús. Vilji eigandi friðaðrar eignar ráðast í framkvæmd, sem leyfi þarf til skv. 1. mgr., skal hann þá

í umsókn sinni til húsafriðunarnefndar ríkisins lýsa nákvæmlega hinum fyrirhuguðu framkvæmdum og láta uppdrátt fylgja. Nefndin skal svo fjótt sem við verður komið, og í síðasta lagi innan þriggja vikna, gera eiganda grein fyrir afstöðu sinni. Setji nefndin það skilyrði fyrir samþykki sínu að verk sé framkvæmt með tilteknum hætti öðrum en þeim sem í umsókn greinir er eiganda skylt að hlíta því. Skal eigandi fá greiddan aukakostnað sem af fyrirmælum nefndarinnar leiðir.

40. gr. Ef breytingar hafa verið gerðar á friðuðu húsi án leyfis húsafriðunarnefndar getur hún lagt

fyrir eiganda að færa húsið í hið fyrra horf innan hæfilegra tímamarka. Nú sinnir eigandi ekki fyrirmælum nefndarinnar og getur hún þá, að fengnu samþykki menntamálaráðherra, látið framkvæma verkið á kostnað eiganda.

41. gr. Ef vanrækt er viðhald friðlýsts húss getur húsafriðunarnefnd lagt fyrir eiganda að gera

umbætur innan hæfilegs frests. Nú líður frestur án þess að úr sé bætt og getur þá húsafriðunarnefnd, að fengnu samþykki menntamálaráðherra, látið framkvæma verkið á kostnað eiganda.

42. gr. Nú verður friðuð eign fyrir spjöllum af eldi eða öðrum ástæðum og skal eigandi eða

afnotahafi þá gera húsafriðunarnefnd viðvart um það þegar í stað. Lætur nefndin þá fara fram skoðunargerð og mat á spjöllum. Ef ráðist verður í endurbyggingu gilda ákvæði 39. gr.

43. gr. Nú vill eigandi friðaðs húss rífa húsið eða flytja það af stað sínum og skal hann þá sækja um

leyfi til þess til húsafriðunarnefndar. Nefndin skal, svo fljótt sem við verður komið, og í síðasta lagi innan þriggja vikna, senda menntamálaráðherra umsóknina með tillögum sínum. Ef ráðherra leyfir niðurrif eða brottflutning skal aflýsa friðunarkvöðinni eða skilgreina að nýju til hvaða þátta friðun hússins nær.

44. gr. Ef byggingarnefnd hefur orðið vör við að friðuð eign hefur orðið fyrir spjöllum eða að henni

sé ekki vel við haldið skal hún gera húsafriðunarnefnd viðvart.

45. gr. Húsafriðunarnefnd hefur rétt til að framkvæma, eiganda að kostnaðarlausu, hvers konar

eftirlit með og skoðanir á friðaðri eða friðlýstri eign sem gera þarf vegna ákvæða þessa kafla.

46. gr. Starfrækja skal húsafriðunarsjóð til að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðaðra húsa. Tekjur sjóðsins eru:

1. árlegt framlag ríkissjóðs,

2.

árlegt framlag sveitarfélaga, 3.

frjáls framlög. Framlag ríkissjóðs skal miða við að það nemi á hverju ári 100 kr. á hvern íbúa landsins.

Framlag sveitarfélaga skal miðað við að það nemi 100 kr. á hvern íbúa hlutaðeigandi sveitarfélags. Þessi framlög skulu þó breytast árlega í hlutfalli við byggingarvísitölu.

Framlög sveitarfélaga greiðast úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sbr. 8. gr. laga nr. 73/1980, um tekjustofna sveitarfélaga.

Varsla og reikningshald sjóðsins skal falið ríkisbanka.

47. gr. Hlutverk húsafriðunarsjóðs er að veita styrki til viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og

mannvirkjum. Heimilt er að veita styrki til viðhalds annarra húsa en friðaðra sem að dómi húsafriðunarnefndar hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Sjóðnum ber að stuðla að byggingarsögulegum rannsóknum og útgáfu rita um þær.

48. gr. Húsafriðunarnefnd stjórnar húsafriðunarsjóði og ákveður styrki úr honum samkvæmt sérstakri

reglugerð sem menntamálaráðuneytið setur um sjóðinn. Skal þar m.a. kveðið á um skyldur þeirra sem fjárframlög fá úr sjóðnum. Slík framlög eru undanþegin tekjuskatti.

49. gr. Útgjöld vegna starfsemi húsafriðunarnefndar, þar á meðal þóknun til nefndarmanna eftir

ákvörðun ráðherra, greiðist úr ríkissjóði.

VI. KAFLI Almenn ákvæði.

50. gr. Hver sá, sem fyrir fjártjóni verður vegna framkvæmda á ákvæðum III. eða V. kafla laga

þessara, á rétt til skaðabóta úr ríkissjóði. Ef samkomulag næst ekki um bætur skulu þær ákveðnar eftir reglum laga um eignarnám.

51. gr. Ekki ber að greiða stimpilgjöld eða þinglýsingargjöld af skjölum sem út eru gefin vegna

framkvæmda á lögum þessum.

52. gr. Brot gegn ákvæðum 18.–22. gr., 24. gr., 1. mgr. 26. gr., 28. gr., 30. gr., 2. mgr. 36. gr., 39. gr.,

42. gr, og 44. gr. varða sektum til ríkissjóðs nema þyngri refsing liggi við broti skv. 177. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19 12. febrúar 1940.

53. gr. Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laganna í heild eða einstakra

kafla þeirra.

54. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1990. Með lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 52 1969, þjóðminjalög, og lög nr. 42 1975, um

breytingu á þjóðminjalögum. Lög þessi skal endurskoða eigi síðar en að fimm árum liðnum frá gildistöku þeirra.

Ákvæði til bráðabirgða. Skipað skal í allar stöður minjavarða, sbr. 4. gr., innan fimm ára frá gildistöku þessara laga.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 1989.


No data available.

WIPO Lex No. IS041