Lagasafn (útgáfa 150c) – Íslensk lög 1. október 2020 Nr. 45 1997 1
1997 nr. 45 22. maí Lög um vörumerki Tóku gildi 1. júní 1997. Breytt með: L. 67/1998 (tóku gildi 24. júní 1998). L. 82/ 1998 (tóku gildi 1. okt. 1998). L. 13/2000 (tóku gildi 28. apríl 2000). L. 54/2004 (tóku gildi 14. júní 2004). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 117/2009 (tóku gildi 29. des. 2009; EES-samningurinn: XVII. viðauki tilskipun 89/104/EBE). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 44/ 2012 (tóku gildi 15. júní 2012). L. 130/2014 (tóku gildi 31. des. 2014). L. 32/2019 (tóku gildi 1. júlí 2019). L. 71/2020 (tóku gildi 1. sept. 2020; EES-samningurinn: XVII. viðauki tilskipun 2015/2436; um lagaskil sjá 39. gr. s.l.).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi.
I. kafli. Almenn ákvæði. 1. gr. [Lög þessi taka til allra merkja sem auðkenna vöru eða
þjónustu, hvort sem um er að ræða vörumerki, félagamerki eða ábyrgðar- og gæðamerki.
Í lögum þessum er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
1. Vörumerki: sérstakt auðkenni fyrir vöru eða þjónustu til að nota í atvinnustarfsemi.
2. Félagamerki: vörumerki sem lýst er sem félagamerki í umsókn og aðgreinir vöru eða þjónustu aðila að samtökum eða félagi frá vöru eða þjónustu annarra fyrirtækja.
3. Ábyrgðar- og gæðamerki: vörumerki sem lýst er sem ábyrgðar- og gæðamerki í umsókn og aðgreinir vöru eða þjónustu sem vottuð er af eiganda merkisins að því er varð- ar efni, framleiðsluaðferð vöru eða veitingu þjónustu, gæði, nákvæmni eða aðra eiginleika frá annarri vöru eða þjónustu sem ekki hefur fengið slíka vottun.]1)
1) L. 71/2020, 1. gr.
[1. gr. a. Einstaklingar og lögaðilar geta sótt um skráningu vöru-
merkis samkvæmt lögum þessum. Félög eða samtök sem átt geta réttindi og borið skyldur
sem og opinberir aðilar geta sótt um skráningu félagamerkis. Hver sá sem setur staðla um eða annast eftirlit með vörum
eða þjónustu, t.d. einstaklingur, stofnun, samtök eða önnur félög, getur sótt um og átt ábyrgðar- og gæðamerki, að því tilskildu að viðkomandi stundi ekki rekstur sem felur í sér að afhenda vöru eða veita þjónustu af sambærilegum toga og merkið vottar.]1)
1) L. 71/2020, 2. gr.
2. gr. [Vörumerki geta verið hvers konar tákn, m.a. orð (þar á
meðal mannanöfn), myndir, mynstur, bókstafir, tölustafir, lit- ir, hljóð og lögun eða umbúðir vöru, svo fremi sem þau eru til þess fallin að:
1. greina vörur og þjónustu eins aðila frá vörum og þjón- ustu annarra, og
2. vera tilgreind í vörumerkjaskrá á þann hátt að stjórn- völd og almenningur geti gert sér grein fyrir skýru og ná- kvæmu inntaki þeirrar verndar sem eiganda er veitt.]1)
1) L. 71/2020, 3. gr.
3. gr. Vörumerkjaréttur getur stofnast með: 1. skráningu vörumerkis fyrir vöru eða þjónustu í sam-
ræmi við ákvæði laga þessara, eða 2. notkun vörumerkis sem er og hefur verið notað hér á
landi fyrir vöru eða þjónustu. Vörumerki, sem ekki telst uppfylla skilyrði laga þessara
um skráningu, getur ekki skapað vörumerkjarétt með notkun.
Þó getur vörumerki, sem ekki telst uppfylla skilyrði laganna um sérkenni við upphaf notkunar, skapað vörumerkjarétt ef merkið öðlast sérkenni við notkun.
4. gr. [Eigandi vörumerkis öðlast einkarétt á notkun þess sam-
kvæmt ákvæðum laga þessara. Í því felst réttur hans til að banna þriðja aðila að nota í atvinnustarfsemi og í tengslum við vörur og þjónustu, án leyfis, tákn sem er:
1. eins og vörumerkið og er notað fyrir sömu vörur og þjónustu,
2. eins og eða líkt vörumerkinu og er notað fyrir sömu eða svipaðar vörur og þjónustu og vörumerkjarétturinn nær til ef hætt er við ruglingi, þ.m.t. að tengsl séu með merkjunum, eða
3. eins og eða líkt vörumerkinu og er notað, án réttmætr- ar ástæðu, fyrir sömu, svipaðar eða ólíkar vörur og þjónustu ef vörumerkið telst vel þekkt hér á landi og notkunin hefur í för með sér misnotkun eða rýrir aðgreiningareiginleika eða orðspor hins þekkta merkis.]1)
1) L. 71/2020, 4. gr.
5. gr. [Með notkun vörumerkis í atvinnustarfsemi er m.a. átt við
að: 1. merki er sett á vöru eða umbúðir hennar, svo sem á
merkimiða, límmiða, búnað til að tryggja öryggi og sann- prófa ósvikni, eða annað sem hægt er að festa vörumerkið á,
2. vara, þjónusta eða annað sem auðkennt er með merki er flutt inn eða út, boðið til sölu, markaðssett, markaðssetning undirbúin eða birgðum af vörunni safnað í þeim tilgangi,
3. merki er notað í auglýsingum eða á viðskiptaskjölum, eða
4. merki er notað sem viðskiptaheiti eða fyrirtækjaheiti eða sem hluti þess.]1)
1) L. 71/2020, 5. gr.
6. gr. Að því tilskildu að notkun sé í samræmi við góða við-
skiptahætti getur eigandi vörumerkis ekki bannað öðrum að nota í atvinnustarfsemi:
1. [nafn sitt eða heimilisfang þegar um einstakling er að ræða],1)
2. [tákn eða lýsingar sem eru án sérkennis eða sem varða tegund vöru eða þjónustu, gæði, magn, áætlaða notkun, virði, landfræðilegan uppruna, hvenær vara er framleidd eða þjón- usta boðin fram eða aðra eiginleika vöru eða þjónustu],1)
[3. vörumerki eiganda í þeim tilgangi að auðkenna eða vísa til þess að um sé að ræða vöru eða þjónustu eiganda viðkomandi vörumerkis, einkum ef notkun vörumerkisins er nauðsynleg til að segja til um ætlaða notkun vöru eða þjón- ustu, einkum þegar um fylgi- eða varahluti er að ræða,
4. vörumerki eiganda í samanburðarauglýsingu enda séu skilyrði 15. gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og mark- aðssetningu, nr. 57/2005, uppfyllt].1)
[Hafi eigandi vörumerkis markaðssett vöru eða þjónustu sem nýtur vörumerkjaréttar eða heimilað slíkt innan Evr- ópska efnahagssvæðisins getur hann ekki síðar hindrað notk- un, sölu, leigu, innflutning, útflutning eða annars konar dreif- ingu vörunnar eða þjónustunnar á því svæði. [Eiganda vöru- merkis er það þó heimilt ef hann hefur haldgóðar ástæður fyrir því að koma í veg fyrir áframhaldandi sölu vöru, sér- staklega ef ástandi hennar hefur verið breytt eða hún hefur skaddast eftir að hún var sett á markað.]1)]2)
1) L. 71/2020, 6. gr. 2) L. 117/2009, 1. gr.