Propiedad intelectual Formación en PI Respeto por la PI Divulgación de la PI La PI para... La PI y… La PI en… Información sobre patentes y tecnología Información sobre marcas Información sobre diseños industriales Información sobre las indicaciones geográficas Información sobre las variedades vegetales (UPOV) Leyes, tratados y sentencias de PI Recursos de PI Informes sobre PI Protección por patente Protección de las marcas Protección de diseños industriales Protección de las indicaciones geográficas Protección de las variedades vegetales (UPOV) Solución de controversias en materia de PI Soluciones operativas para las oficinas de PI Pagar por servicios de PI Negociación y toma de decisiones Cooperación para el desarrollo Apoyo a la innovación Colaboraciones público-privadas Herramientas y servicios de IA La Organización Trabajar con la OMPI Rendición de cuentas Patentes Marcas Diseños industriales Indicaciones geográficas Derecho de autor Secretos comerciales Academia de la OMPI Talleres y seminarios Observancia de la PI WIPO ALERT Sensibilizar Día Mundial de la PI Revista de la OMPI Casos prácticos y casos de éxito Novedades sobre la PI Premios de la OMPI Empresas Universidades Pueblos indígenas Judicatura Recursos genéticos, conocimientos tradicionales y expresiones culturales tradicionales Economía Financiación Activos intangibles Igualdad de género Salud mundial Cambio climático Política de competencia Objetivos de Desarrollo Sostenible Tecnologías de vanguardia Aplicaciones móviles Deportes Turismo PATENTSCOPE Análisis de patentes Clasificación Internacional de Patentes ARDI - Investigación para la innovación ASPI - Información especializada sobre patentes Base Mundial de Datos sobre Marcas Madrid Monitor Base de datos Artículo 6ter Express Clasificación de Niza Clasificación de Viena Base Mundial de Datos sobre Dibujos y Modelos Boletín de Dibujos y Modelos Internacionales Base de datos Hague Express Clasificación de Locarno Base de datos Lisbon Express Base Mundial de Datos sobre Marcas para indicaciones geográficas Base de datos de variedades vegetales PLUTO Base de datos GENIE Tratados administrados por la OMPI WIPO Lex: leyes, tratados y sentencias de PI Normas técnicas de la OMPI Estadísticas de PI WIPO Pearl (terminología) Publicaciones de la OMPI Perfiles nacionales sobre PI Centro de Conocimiento de la OMPI Informes de la OMPI sobre tendencias tecnológicas Índice Mundial de Innovación Informe mundial sobre la propiedad intelectual PCT - El sistema internacional de patentes ePCT Budapest - El Sistema internacional de depósito de microorganismos Madrid - El sistema internacional de marcas eMadrid Artículo 6ter (escudos de armas, banderas, emblemas de Estado) La Haya - Sistema internacional de diseños eHague Lisboa - Sistema internacional de indicaciones geográficas eLisbon UPOV PRISMA UPOV e-PVP Administration UPOV e-PVP DUS Exchange Mediación Arbitraje Determinación de expertos Disputas sobre nombres de dominio Acceso centralizado a la búsqueda y el examen (CASE) Servicio de acceso digital (DAS) WIPO Pay Cuenta corriente en la OMPI Asambleas de la OMPI Comités permanentes Calendario de reuniones WIPO Webcast Documentos oficiales de la OMPI Agenda para el Desarrollo Asistencia técnica Instituciones de formación en PI Apoyo para COVID-19 Estrategias nacionales de PI Asesoramiento sobre políticas y legislación Centro de cooperación Centros de apoyo a la tecnología y la innovación (CATI) Transferencia de tecnología Programa de Asistencia a los Inventores (PAI) WIPO GREEN PAT-INFORMED de la OMPI Consorcio de Libros Accesibles Consorcio de la OMPI para los Creadores WIPO Translate Conversión de voz a texto Asistente de clasificación Estados miembros Observadores Director general Actividades por unidad Oficinas en el exterior Ofertas de empleo Adquisiciones Resultados y presupuesto Información financiera Supervisión
Arabic English Spanish French Russian Chinese
Leyes Tratados Sentencias Consultar por jurisdicción

Ley sobre el reconocimiento y ejecución en Islandia de las sentencias dictadas en otros país nórdicos en asuntos de derecho privado (Ley N° 30/1932 de 23 de junio de 1932), Islandia

Atrás
Versión más reciente en WIPO Lex
Detalles Detalles Año de versión 1932 Fechas Adoptado/a: 23 de junio de 1932 Tipo de texto Leyes marco Materia Observancia de las leyes de PI y leyes conexas, Otros

Documentos disponibles

Textos principales Textos relacionados
Textos principales Textos principales Islandés Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í samningi milli Ìslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra (Lög nr. 30/1932 23. júní 1932)        
 Lög nr. 30 frá 23. júní 1932 um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í samningi milli Ìslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra

Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í samningi milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra

1932 nr. 30 23. júní

Tóku gildi 6. júlí 1932. Breytt með l. 68/1995 (tóku gildi 1. des. 1995 nema 1. gr. sem tók gildi 13. mars 1995).

1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða með auglýsingu í Stjórnartíðindunum, að samningur sá, sem undirritaður var í Kaupmannahöfn þann 16. mars 1932 og prentaður er sem fylgiskjal með lögum þessum, milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra, skuli koma í gildi. Ennfremur er ríkisstjórninni heimilað að setja frekari ákvæði, er kynnu að vera nauðsynleg til þess að framfylgja greindum samningi.

[Ákvæði samningsins gilda ekki um dóma og aðrar ákvarðanir sem hljóta viðurkenningu og fullnustu hér á landi samkvæmt ákvæðum Lúganósamningsins.]1)

1)L. 68/1995, 5. gr.

Fylgiskjal. Samningur milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra.

1. gr. Aðfararhæfir dómar, sem gengið hafa í einhverju samningslandanna í einkamálum, skulu einnig vera bindandi í hinum ríkjunum. Sama er um dóma í sakamálum að því er þeir varða bætur fyrir afleiðingar verknaðar, sem tjóni hefir valdið.

Með dómi er átt við úrlausn réttarins um kröfu þá eða réttaratriði, sem málið er um.

2. gr. Í samningi þessum teljast jafnsettir aðfararhæfum dómum: 1. úrskurðir yfiraðfararvaldsmanns (överexekutor) í Finnlandi eða Svíþjóð um greiðsluskyldu í

málum, þar sem krafan styðst við skuldabréf eða annað skriflegt sönnunargagn (lagsökningsmål) enda sé frestur til málskots (besvär) liðinn;

2. sætt, gerð fyrir sáttanefnd eða rétti; 3. aðfararhæfir úrskurðir sem felldir eru í einkamálum, annaðhvort í dóminum eða sérstaklega,

um bætur fyrir málskostnað eða um þóknun til votta eða sérfróðra manna.

3. gr. Útivistardómur, sem í Danmörku, Íslandi eða Noregi hefir verið felldur yfir stefndum fyrir fyrsta dómsstigi og „tredskodom“, eða annar dómur, sem í Finnlandi eða Svíþjóð

hefir verið felldur fyrir fyrsta dómsstigi gegn stefndum, sem ekki mætti, skal því aðeins vera bindandi í hinum ríkjunum, að svo standi á sem nú segir:

1. að stefndur hafi, þegar stefna, sáttafyrirkall eða fyrirkall til yfiraðfararvaldsmanns (överexekutor) var birt, átt heimilisfang eða skráð firma í því ríki, þar sem dómurinn er dæmdur, eða stjórn sú, sem kemur fram fyrir stefnda, hafi þá átt heima í því ríki, eða fyrirkallið verið birt umboðsmanni, sem stefndum lögum samkvæmt var skylt að hafa í þessu ríki; eða

2. að gert hafi verið óbrigðanlegt samkomulag um, að málið skuli rekið fyrir þeim rétti, sem uppkvað dóminn; eða

3. að dómurinn sé um bætur fyrir afleiðingar verknaðar, sem tjóni hefir valdið og framinn hefir verið í því ríki, þar sem dómurinn var dæmdur, enda sé stefna birt stefnda sjálfum, meðan hann dvelur í því ríki.

Sama er um útivistardóm, sem á hærra dómsstigi er felldur gegn stefnda, ef dómurinn hefir og verið útivistardómur á fyrsta dómsstigi.

4. gr. Krefjast má, að dómum, úrskurðum og sættargerðum, sem samkvæmt 1.–3. gr. eru bindandi utan þess ríkis, þar sem dómurinn eða úrskurðurinn er felldur eða sættin gerð, og hægt er að fullnægja í því ríki, verði fullnægt í hinum ríkjunum.

5. gr. Beiðni um aðför á að senda: í Danmörku og á Íslandi fógeta, í Finnlandi og Svíþjóð yfiraðfararvaldsmanni (överexekutor), og í Noregi aðfarardómstól (namsretten).

6. gr. Beiðni um aðför eftir dómi eða úrskurði skal fylgja: 1. dómurinn eða úrskurðurinn í frumriti eða útskrift, staðfestri af hlutaðeigandi yfirvaldi; 2. vottorð um, að dómurinn eða úrskurðurinn sé þess eðlis, sem segir í 1. eða 2. gr., og að hann

sé aðfararhæfur og megi fullnægja honum í því ríki, þar sem hann er uppkveðinn; 3. dómi, sem um ræðir í 3. gr., vottorð, er sýni, að dómurinn hafi gildi samkvæmt þeirri grein. Beiðni um fullnægju sættar skal fylgja útskrift af sættargerðinni staðfest af hlutaðeigandi

yfirvaldi, svo og vottorð um, að sættin sé gerð fyrir sáttanefnd eða rétti og að henni megi fullnægja í því ríki, þar sem hún var gerð.

Skjölum, sem rituð eru á finnsku eða íslensku, skal fylgja skjalfest þýðing á dönsku, norsku eða sænsku.

7. gr. Vottorð þau, sem getur um í 6. gr., gefa: í Danmörku, Finnlandi, Íslandi og Noregi dómsmálaráðuneytið, í Svíþjóð fylkisstjórn (länsstyrelse).

8. gr. Ákvörðun um, hvort framkvæma skuli fullnægju samkvæmt þessum samningi, er tekin án þess að gagnaðili sé til kvaddur; þegar sérstaklega stendur á, má þó gefa honum tækifæri til að bera fram ástæður sínar.

9. gr. Aðför fer í hverju ríki fram samkvæmt þar gildandi lögum án tillits til þess, sem dómurinn, úrskurðurinn eða sættin kann að kveða á um þvingunarráðstafanir.

10. gr. Ákvæðin í þessum samningi um réttargildi dóma breyta að engu leyti 22. gr. í samningi frá 6. febrúar 1931, er hefir að geyma alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð, og leiða ekki af sér, að dómar eða úrskurðir um slík mál fái gildi í öðrum tilfellum en þar er ákveðið. Fullnægju dómsúrskurða, sem gildi hafa samkvæmt nefndri grein, má krefjast samkvæmt 4. til 9. gr. þessa samnings.

Nú hefir í Danmörku, á Íslandi eða í Noregi verið dæmdur dómur, þar sem beitt er ákvæðum löggjafarinnar um fjármál hjóna, og skal þá samningur þessi ekki ná til dómsins í Finnlandi eða Svíþjóð, ef þar hefði átt að gera út um deiluatriði samkvæmt eldri hjúskaparlöggjöf landsins.

Samningur þessi nær ekki til dóma, úrskurða né sátta um meðlagsskyldu í sifjamálum, og breytir að engu leyti samningnum frá 10. febrúar 1931 um innheimtu meðlaga.

Eigi breytir samningurinn heldur að neinu leyti ákvæðum þeim, sem í öðrum samningum felast um gildi eða fullnægju dóma og annarra úrskurða.

11. gr. Samningur þessi nær ekki til dóma, úrskurða né sætta um: 1. frændsemi, erfðarétt, ábyrgð erfingja á skuldum, skipti dánarbúa, meðferð þrotabúa,

nauðasamninga án gjaldþrotaskipta, eða riftingu réttargernings við gjaldþrot; 2. eignarrétt eða annan rétt yfir fasteign í einhverju hinna ríkjanna, skyldu til að gera

ráðstafanir um slík réttindi, eða afleiðingar af vanrækslu skyldunnar; 3. skatta og gjöld til ríkis eða sveitar- eða bæjarfélags, eða önnur mál opinbers réttar, jafnvel

þótt dómurinn eða úrskurðurinn hafi verið kveðinn upp í sama formi sem venja er um einkamál. Samningurinn nær ekki til úrskurða, sem fellt hafa sérstakir dómstólar í atvinnudeilum.

12. gr. Af samningnum leiðir ekki skylda til að viðurkenna eða fullnægja dómi, úrskurði eða sætt, þegar augljóst er, að það mundi vera ósamrýmanlegt réttarskipulagi landsins.

13. gr. Samningurinn nær ekki til dóma né úrskurða, sem upp hafa verið kveðnir, né sætta, sem gerðar hafa verið, áður en samningurinn gekk í gildi.

14. gr. Samning þennan skal fullgilda, og skal fullgildingarskjölunum komið fyrir til geymslu í skjalasafni utanríkisráðuneytisins danska, svo fljótt sem auðið er.

Milli þeirra ríkja, er þá hafa fullgilt samninginn, gengur hann í gildi hinn 1. janúar eða 1. júlí næstan á eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því, er fullgildingarskjölum að minnsta kosti þriggja ríkjanna hefir verið komið fyrir til geymslu. Gagnvart ríkjum, er síðar fullgilda, gengur samningurinn í gildi 1. janúar eða 1. júlí næstan eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því, að fullgildingarskjalinu var komið fyrir til geymslu.

Sérhvert ríkjanna getur sagt samningnum upp gagnvart sérhverju hinna ríkjanna með 1 árs uppsagnarfresti, svo að hann gengur úr gildi 1. janúar eða 1. júlí.


Datos no disponibles.

N° WIPO Lex IS030