69
XXXVIII. KAFLI Gildistaka, brottfall laga o.fl.
232. gr. Lög þessi taka gildi 1. janúar 2009. Þó öðlast ákvæði til bráðabirgða VII þegar gildi.
233. gr. Við gildistöku laga þessara falla brott eftirfarandi lög og ákvæði einstakra laga:
1. Lög um meðferð opinberra mála, nr. 19 26. mars 1991, með áorðnum breytingum. 2. Í 1. málsl. 11. gr. tilskipunar um veiði á Íslandi frá 20. júní 1849, sbr. lög nr. 116/1990,
orðin „og fer um mál út af þeim samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála“. 3. Í 7. gr. laga um landamerki o.fl., nr. 41 28. nóvember 1919, sbr. lög nr. 116/1990, orðin
„og fer um mál vegna þeirra að hætti opinberra mála“. 4. Í 2. gr. laga um heimild handa ríkisstjórninni til að banna flutning til landsins á varningi,
sem stjórnin telur stafa sýkingarhættu af, nr. 8 18. maí 1920, sbr. lög nr. 116/1990, orðin „og sæta mál út af því meðferð opinberra mála“.
5. Í 33. gr. laga um skipströnd og vogrek, nr. 42 15. júní 1926, sbr. lög nr. 10/1983, orðin „og fer um mál út af brotunum að hætti opinberra mála“.
6. Í 32. gr. hjúalaga, nr. 22 7. maí 1928, sbr. lög nr. 116/1990, orðin „og fer um mál vegna þess að hætti opinberra mála“.
7. 3. mgr. 6. gr. laga um ráðstafanir til öryggis við siglingar, nr. 56 23. júní 1932, sbr. lög nr. 75/1982.
8. Í 5. gr. laga um ostrurækt, nr. 21 12. júní 1939, sbr. lög nr. 116/1990, orðin „og fer um mál út af þeim samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála“.
9. 2. mgr. 3. gr. laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að banna að veita upplýsingar um ferðir skipa, nr. 9 12. febrúar 1940, sbr. lög nr. 116/1990.
10. 2. málsl. 40. gr. laga um ófriðartryggingar, nr. 2 21. janúar 1944, sbr. lög nr. 10/1983. 11. Í 4. gr. laga um kirkju- og manntalsbækur (sálnaregistur), nr. 3 12. janúar 1945, orðin
„og skulu mál út af brotum sæta meðferð opinberra mála“. 12. Í 9. gr. laga um fyrirhleðslu Héraðsvatna norður af Vindheimabrekkum, nr. 113 31.
desember 1945, orðin „og skulu mál út af brotum sæta meðferð opinberra mála“. 13. Í 27. gr. laga um innlenda endurtryggingu, stríðsslysatryggingu skipshafna o.fl., nr. 43
9. maí 1947, sbr. lög nr. 10/1983, orðin „og skal farið með mál út af brotum á lögunum að hætti opinberra mála“.
14. 2. málsl. 17. gr. laga um tilkynningu aðsetursskipta, nr. 73 25. nóvember 1952, sbr. lög nr. 10/1983.
15. Í 37. gr. laga um skógrækt, nr. 3 6. mars 1955, sbr. lög nr. 10/1983, orðin „og fer um mál út af þeim brotum að hætti opinberra mála“.
16. 67. gr. lyfsölulaga, nr. 30 29. apríl 1963. 17. 2. málsl. 43. gr. laga um landgræðslu, nr. 17 24. apríl 1965. 18. 83. gr. orkulaga, nr. 58 29. apríl 1967, sbr. lög nr. 53/1985. 19. 11. gr. laga um getraunir, nr. 59 29. maí 1972. 20. 3. málsl. 3. gr. laga um róðrartíma fiskibáta, nr. 47 25. apríl 1973. 21. 2. mgr. 10. gr. hjúkrunarlaga, nr. 8 13. mars 1974. 22. 3. mgr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni, nr. 65 21. maí 1974. 23. 3. málsl. 4. gr. laga um samræmda vinnslu sjávarafla og veiðar, sem háðar eru sérstökum
leyfum, nr. 12. 25. apríl 1975. 24. 2. málsl. 6. gr. laga um sálfræðinga, nr. 40 23. maí 1976, sbr. lög nr. 41/2007.