2
8. Neysluvatn er vatn í upphaflegu ástandi eða eftir meðhöndlun, án tillits til uppruna þess og hvort sem það kemur úr dreifikerfi, tönkum, flöskum eða öðrum ílátum og ætlað er til neyslu eða matargerðar, einnig allt vatn sem notað er í matvælafyrirtækjum, nema unnt sé að sýna fram á að gæði þess vatns sem notað er hafi ekki áhrif á heilnæmi fram- leiðslunnar.
9. Opinberir eftirlitsaðilar eru Matvælastofnun eða heilbrigðisnefndir sveitarfélaga. 10. Opinbert eftirlit er eftirlit á vegum stjórnvalda sem hefur þann tilgang að tryggja að
framleiðendur sem nota skráð afurðarheiti framleiði afurð í samræmi við afurðarlýsingu skv. 14. gr.
11. Ölkelduvatn er vatn úr náttúrulegum ölkeldum með köldu kolsýru- eða steinefnaríku vatni.
II. KAFLI Upprunatilvísun, landfræðileg tilvísun og hefðbundin sérstaða.
4. gr. Skilyrði verndar afurðarheitis sem vísar til uppruna.
Heimilt er að veita afurðarheiti, sem vísar til uppruna, vernd á grundvelli skráningar sam- kvæmt lögum þessum ef öll eftirtalinna skilyrða eru uppfyllt: a. ef afurðin er upprunnin á tilteknu svæði, stað eða landi, b. ef rekja má gæði eða eiginleika afurðar, verulega eða að öllu leyti, til staðhátta, að með-
töldum náttúrulegum og mannlegum þáttum, og c. ef framleiðsla, vinnsla og tilreiðsla afurðar fer fram á hinu skilgreinda landsvæði.
5. gr. Skilyrði verndar afurðarheitis sem vísar til landsvæðis.
Heimilt er að veita afurðarheiti, sem vísar til landsvæðis, vernd á grundvelli skráningar samkvæmt lögum þessum ef öll eftirtalinna skilyrða eru uppfyllt: a. afurð er upprunnin á því svæði eða þeim sérstaka stað eða landi, b. afurð býr yfir sérstökum eiginleikum, orðspori eða öðrum einkennum sem rekja má að
verulegu leyti til hins landfræðilega uppruna, c. að minnsta kosti eitt framleiðslustig afurðar fer fram á hinu skilgreinda landsvæði.
6. gr. Vernd veitt skráðu afurðarheiti skv. 4. og 5. gr.
Skráð afurðarheiti skv. 4. og 5. gr. skal njóta verndar gegn: a. beinni eða óbeinni notkun í viðskiptum með afurð sem fellur ekki undir skráninguna, að
svo miklu leyti sem sú afurð er sambærileg við þá afurð sem skráð er undir sama heiti eða ef notkun heitisins færir sér í nyt orðspor hins verndaða heitis, þ.m.t. þar sem afurð er notuð sem hráefni,
b. hvers konar misnotkun, eftirlíkingu eða villandi hugrenningatengslum, jafnvel þótt raun- verulegur uppruni afurðarinnar sé gefinn til kynna, eða þar sem hið verndaða heiti hennar er þýtt eða því fylgja orð á borð við „að hætti“, „í stíl“, „gerð“, „aðferð“, „eins og framleitt í“, „eftirlíking“ eða álíka, og einnig þegar þessar afurðir eru notaðar sem hráefni,
c. hvers konar öðrum röngum eða villandi merkingum sem sýna tilurð, uppruna, eðli eða helstu eiginleika afurðar, á innri eða ytri umbúðum, í kynningarefni eða skjölum sem fylgja viðkomandi afurð og notkun umbúða sem geta gefið villandi mynd af uppruna hennar,