Lög um breyting á lögum nr. 34 17. júní 1944, um þjóðfána
Íslendinga.
1. gr. 3. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Tollgæslufáni er tjúgufáni með silfurlitu upphafstéi (T) í efra stangarreit miðjum.
2. gr. 3. gr. laganna orðast svo: Fáni forseta Íslands er hinn íslenski tjúgufáni, en í honum, þar sem armar krossmarksins
mætast, skjaldarmerki Íslands og skjaldberar í hvítum, ferhyrndum reit.
3. gr. 2. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Tjúgufánann má aðeins nota á skipum sem eru í eign ríkis eða ríkisstofnana og notuð í
þeirra þarfir. Ef ríkið tekur skip á leigu til embættisþarfa (strandgæslu, tollgæslu, póstflutn- ings, vitaeftirlits, hafnsögu o.s.frv.) má það nota tjúgufánann af þeirri gerð sem við á skv. 2. og 3. gr.
4. gr. Í stað orðsins „forsetaúrskurði“ í 7. gr. laganna kemur: reglugerð.
5. gr. 8. gr. laganna orðast svo: Nú rís ágreiningur um rétta notkun þjóðfánans og fer þá um rannsókn málsins að hætti
opinberra mála, en forsætisráðuneytið sker úr um ágreininginn.
6. gr. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 9. gr. laganna kemur: forsætisráðuneytið.
7. gr. Á eftir orðunum „í samræmi við“ í 10. gr. laganna kemur: ákvæði laga þessara, þar á
meðal.
8. gr. Við 11. gr. laganna bætist ný málsgrein, 2. mgr., er orðast svo: Lög þessi ná jafnframt, eftir því sem við á, til hvers konar skírskotana til eða eftirlíkinga
af þjóðfánanum, svo sem áprentana og myndvarpana.
9. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna: